Innlent

Hnífstunguárás í Fjölsmiðjunni í Kópavogi

Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Maður á tvítugsaldri var handtekinn.
Maður á tvítugsaldri var handtekinn. Vísir/Vilhelm
Átján ára piltur var handtekinn í Kópavogi um hádegisbil, en hann hafði stungið pilt á sama aldri í Fjölsmiðjunni í Kópavogi.

Fjölsmiðjan í Ögurhvarfi í Kópavogi er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 18-24 ára til að þjálfa það fyrir vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Rauði krossinn, félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu smiðjuna árið 2001 samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hennar.

Sturlaugur Sturlaugsson, forstöðumaður hjá Fjölsmiðjunni, segir í samtali við Vísi að ráðist hafi verið á nema við Fjölsmiðjuna um eittleytið í dag. Málið sé í höndum lögreglu sem hafi verið á vettvangi og sinnt sínum skylduverkum.

Sturlaugur hafði ekki upplýsingar um líðan nemans sem var stunginn en vonar að hann sé ekki alvarlega slasaður.

Uppfært klukkan 15:22 eftir stutta tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×