Handbolti

Óli Gúst: Var ekki stressaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Gústafsson hafði ekki miklar áhyggjur í leiknum gegn Japan í dag. Lærisveinar Dags Sigurðssonar stóðu lengi vel í strákunum okkar en Ísland hafði loks sigur, 25-21, eftir að hafa leitt með einu marki í hálflleik.

„Þetta er lið sem er á fullu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir eru í keyrslu allan tímann. Það var því mikið af návígum sem maður þurfti að vinna,“ sagði Ólafur sem stóð í ströngu í íslensku vörninni í dag.

„Ég var ekki stressaður. Þetta var fremur jafnt á kafla en ég trúði ekki öðru en að við myndum taka fram úr í lokin, að minnsta kosti,“ sagði hann.

Hann hefur ekki áhyggjur af því að menn séu orðnir þreyttir, sérstaklega eftir svona leiki. „Menn eru enn nokkuð ferskir yfir höfuð, flestir í liðinu. Það eru fáir sem eru búnir á því. Við eigum næst leik strax á morgun og menn þurfa því að hugsa vel um sig, borða vel og reyna að sofa eitthvað í nótt.“


Tengdar fréttir

Dagur: Þeir voru ekkert spes

Dagur Sigurðsson var ekki hrifinn af íslenska liðinu í dag og vonaðist eftir að þeir væru komnir með hugann við Makedóníu-leikinn annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×