Innlent

Bændasamtökin boða til atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis

Andri Eysteinsson skrifar
Boðað verður til atkvæðagreiðslu meðal mjólkurframleiðanda um framtíð kvótakerfis. Þessi mjólkurframleiðandi er ekki með kosningarétt.
Boðað verður til atkvæðagreiðslu meðal mjólkurframleiðanda um framtíð kvótakerfis. Þessi mjólkurframleiðandi er ekki með kosningarétt. Vísir/MHH
Á næstu vikum munu Bændasamtök Íslands boða til atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu. Atkvæðagreiðslan mun fara fram meðal mjólkurframleiðanda en dagsetning liggur ekki fyrir. Frá þessu er greint í Bændablaðinu og greinir Landssamband kúabænda einnig frá á vef sínum.

Kveðið var á um atkvæðagreiðslu í samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar sem undirritaður var árið 2016. Greidd verða atkvæði um hvort kvótakerfi í mjólkurframleiðslu skuli afnumið árið 2021.

Kosningin, sem fara mun fram í febrúar, mun vera rafræn og hafa allir mjólkurframleiðendur kosningarétt. Boðað verður til atkvæðagreiðslunnar með formlegum hætti í Bændablaðinu í lok mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×