Sport

Halli Nelson staðfestir bardagann við Edwards

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bardagi Gunnars og Oliveira var einn sá blóðugasti í manna minnum
Bardagi Gunnars og Oliveira var einn sá blóðugasti í manna minnum vísir/getty
Haraldur Nelson, faðir Gunnars Nelson, staðfesti við Vísi í kvöld að Gunnar mun berjast við Leon Edwards í Lundúnum um miðjan mars. Bardaginn verður næst stærsti bardagi kvöldsins.

Brett Okomoto, fréttamaður ESPN, var fyrstur með fréttirnar fyrr í kvöld þegar hann tísti því að Dana White hefði staðfest baradagann við sig. Nú hefur Haraldur einnig staðfest fréttirnar.

„Ég myndi giska á að Gunni mæti Leon Edwards í aðalbardaga kvöldsins. Hann er númer tíu á styrkleikalistanum, fyrir ofan Gunna, er enskur og hefur verið að standa sig mjög vel. Það væri góður aðalbardagi að öllu leyti bæði fyrir þá og UFC. Það yrði bara góður bardagi,“ sagði Pétur Marínó Jónsson við Vísi eftir að Gunnar hafði betur gegn Alex Oliveira í desember.

Pétur er ekki helsti MMA sérfræðingur landsins að ástæðulausu, hans spádómar rættust. Bardaginn verður næst stærsti bardagi kvöldsins, svokallaður co-main. Aðalbardaginn verður á milli Darren Till og og Jorge Masvidal samkvæmt Okomoto.



Gunnar vann góðan sigur á Alex Oliveira í Toronto í desember, hans fyrsta bardaga í um eitt og hálft ár, eða síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio sumarið 2017.

Strax eftir þann bardaga lýsti Gunnar því yfir að hann vildi berjast aftur sem fyrst og var hann þá með augun á þessu bardagakvöldi í Lundúnum 16. mars.

Edwards hefur verið á mjög góðu skriði undan farið og unnið síðustu sex bardaga sína. Síðasti sigurinn kom gegn Donald Cerrone í júní. Edwards er samtals 8-2 á ferlinum.

Aðalbardagi kvöldsins, á milli Till og Masvidal, er einnig veltivigtarbardagi. Bæði Till og Masvidal eru á topp 10 á listanum og þeir hafa báðir forðast það að berjast við Gunnar.

MMA

Tengdar fréttir

Rocky vill frekar berjast við Till en Gunnar Nelson

Það er ekkert launungarmál að Gunnar Nelson er að reyna að fá bardaga gegn Englendingnum Leon Edwards í London um miðjan mars. Það er þó ekkert að frétta af þeim málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×