Enski boltinn

Einu sinni hjá Liverpool en nú hjá sínu fjórtánda félagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Sissoko ræðir málin við Hermann Hreiðarsson í einum leikja sinna með Liverpool.
Mohamed Sissoko ræðir málin við Hermann Hreiðarsson í einum leikja sinna með Liverpool. Getty/Clive Rose
Mohamed Sissoko lék með Liverpool á árunum 2005 til 2008 en síðan hefur Malímaðurinn komið víða við í fótboltanum.

Mohamed Sissoko hefur nú samið við franska b-deildarfélgið Sochaux og mun reyna að bjarga liðinu úr vandræðum sínum það sem eftir lifir leiktíðar.

Sochaux verður fjórtánda félagið hans Sissoko og hann er kominn aftur til Frakklands þar sem ferill hans hófst hjá Auxerre þegar hann var átján ára gamall.





Áður en hann kom til Liverpool náði Sissoko að vinna bæði spænsku deildina og UEFA-bikarinn með Valencia.

Mohamed Sissoko er nú orðinn 34 ára gamall en hann spilaði með Liverpool frá því að hann var tvítugur þar til að hann var 23 ára. Hann vann einn titil með enska félaginu, varð bikarmeistari árið 2006.

Sumarið 2007 bauðst honum að fara til Barcelona, CSKA Moskvu og Juventus en hafnaði öllum tilboðum. Hann fór til Juve í janúar 2008 og þaðan síðan til Paris Saint-Germain.

Sissoko hefur verið á svakalegu flakki frá tíma sínum hjá PSG og er nú að fara að spila með sjötta félagi sínu á síðustu tveimur árum. Síðustu ævintýri hans hafa verið í Indónesíu, Mexíkó og Hong Kong.

Hann hefur einnig spilað á Ítalíu, á Spáni og í Kína síðan að hann yfirgaf Paris Saint-Germain í septembermánuði 2013. Hann reyndi að komast aftur til Englands og fór á reynslu hjá West Bromwich Albion án árangurs.

Sissoko lék á sínum tíma 34 landsleiki fyrir Malí og fór með landsliði sínu í fjórar Afríkukeppnir frá 2004 til 2013.

Flakkið hans Mohamed Sissoko:

1) Auxerre í Frakklandi 2002-03

2) Valencia á Spáni 2003–2005

3) Liverpool á Englandi 2005–2008

4) Juventus á Ítalíu 2008–2011

5) Paris Saint-Germain í Frakklandi 2011–2013

6) Fiorentina á Ítalíu 2013

7) Levante á Spáni 2013–2015

8) Shanghai Shenhua í Kína 2015

9) Pune City á Indlandi 2016

10) Ternana á Ítalíu 2017

11) Mitra Kukar í Indónesíu 2017

12) Atlético San Luis í Mexíkó 2017–2018

13) Kitchee í Hong Kong 2018

14) Sochaux í Frakklandi 2019

2 lið í Frakklandi

2 lið á Spáni

2 lið á Ítalíu

1 lið í Englandi

1 lið í Kína

1 lið á Indlandi

1 lið í Indónesíu

1 lið í Mexíkó

1 lið í Hong Kong




Fleiri fréttir

Sjá meira


×