Sport

Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cejudo með "snákinn“.
Cejudo með "snákinn“. vísir/getty
Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök.

Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætir á morgun bantamvigtarmeistaranum TJ Dillashaw í fluguvigtarbardaga. Dillashaw reynir þar að verða tvöfaldur meistari hjá UFC en þetta gæti líka orðið síðasti bardaginn í fluguvigtinni sem UFC íhugar að leggja af.

Eftir blaðamannafund hjá UFC í gær var komið að því að kapparnir horfðust í augu eins og venja er. Það var aftur á móti ekkert venjulegt við innkomu Cejudo.





Hann mætti með Ólympíugullið sitt frá Peking 2008 um hálsinn og svartan poka. Þar dró hann upp snák, sem var reyndar gervi, og lamdi honum í jörðina. Rosalega táknrænt hjá honum. Menn höfðu þó almennt gaman af og við fögnum frumlegum og nýjum hugmyndum.

Bardagakvöldið verður í beinni á Stöð 2 Sport aðra nótt.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×