Lífið

Getur ekki verið í sambandi án BDSM

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það er fólk sem er hrætt við að missa vinnuna af því að það er BDSM-hneigt og það eru ekki allir sem myndu þora að koma svona fram eins og ég er að gera,“ segir Sólhrafn Elí Gunnars, 23ja ára gamall BDSM-hneigður transmaður og aktívisti. Sólhrafn, eða Hrafn eins og hann er kallaður, segist sjálfur ekki hafa orðið fyrir miklum fordómum, hvorki sem transmaður né BDSM-hneigður.

Aftur á móti sé algengt að fólk í síðarnefnda hópnum lendi í talsverðum hindrunum í samfélaginu, en það hefur hann rætt nokkuð opinberlega undanfarið. Fjallað var um Sólhrafn á K100 sem má sjá hér: BDSM-hneigður transmaður.

„Það hefur verið notað gegn manneskju í forræðisdeilu, að manneskjan var að stunda BDSM. Í fyrstu Pride göngunni sem við fórum í var öskrað á einn sem var með BDSM fánann að hann væri öfuguggi,“ segir Hrafn.

Hann vill berjast fyrir aukinni vitund um fyrirbærið og útrýma þeirri hugsun að BDSM sé ofbeldi eða einhvers konar öfuguggaháttur. Þvert á móti segir hann það alfarið byggjast á samþykki og að mörk þátttakenda séu ætíð virt.

Ekki áhugamál, heldur hneigð

Hrafn segir að í sínum huga sé BDSM ekki bara áhugamál, heldur sé það hreinlega hneigð – en upp úr tvítugu, fljótlega eftir að hann kom út úr skápnum sem trans, kom hann jafnframt út úr skápnum sem BDSM-hneigður maður.

„Þegar það er hneigð þá eiginlega fúnkerar maður ekki í sambandi án þess að BDSM sé hluti af því. Fólk sem stundar það sem áhugamál getur hins vegar verið í sambandi án þess. Fyrir mér er BDSM bara mjög stór hluti af lífi mínu,“ segir Hrafn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×