Handbolti

Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar

Tómas Þór Þórðaron í Köln skrifar
Arnór Þór Gunnarsson verður með bróður sinn í stúkunni á sunnudaginn.
Arnór Þór Gunnarsson verður með bróður sinn í stúkunni á sunnudaginn. vísir/tom
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í milliriðlum HM 2019 annað kvöld þegar að þeir mæta heimamönnum í þýska liðinu klukkan 19.30 í Lanxess-höllinni í Köln. Strákarnir æfðu í kvöld og voru léttir í lund.

Eins og kom fram fyrr í dag gekk HSÍ ekkert að fá auka miða fyrir áhugasama íslenska stuðningsmenn en mikil ásókn var í miða á leikina í milliriðlinum eftir að strákarnir unnu Makedóníu og tryggðu sér farseðilinn til Kölnar.

HSÍ náði aðeins að bjarga miðum fyrir fjölskyldur leikmanna og þær ætla að mæta en sjálfur landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson ætlar að koma til Kölnar og sjá bróður sinn Arnór Þór Gunnarsson spila.

Aron spilar með Cardiff á móti Newcastle á morgun en stekkur síðan upp í flugvél og verður mættur á leikinn gegn Frakklandi á sunnudagskvöldið. Arnór hefur verið einn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en hann er þess markahæstur og ásamt tveimur öðrum efstur í einkunnagjöf Vísis.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líka á leiðinni til Kölnar en hann verður í höllinni á morgun þegar að strákarnir etja kappi við þýska liðið.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, og Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri sambandsins, gátu ekki annað en brosað þegar að starfsmaður mótshaldara hér spurði þá hvort Guðni væri með sína eigin öryggisgæslu enda ferðast Guðni flest allt án of mikillar fyrirhafnar eins og aðrir forseta lýðveldisins.

Róbert Geir Gíslason hefur þá ábyrgð að redda fjölskyldumeðlimum miðum.vísir/tom

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×