Enski boltinn

Sjáðu sögulegt mark Gylfa og dramatíkina á Anfield

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Liverpool fagna marki sínu
Leikmenn Liverpool fagna marki sínu vísir/getty
Það vantaði ekki mörkin í enska boltanum í gær. Leikur Liverpool og Crystal Palace sá sjö mörk eins og leikur Wolves og Leicester. Þá vann Arsenal tveggja marka sigur á Chelsea í stórleik umferðarinnar.

Leikur Wolves og Leicester var hádegisleikur gærdagsins og hann setti tóninn. Wolves vann 4-3 þar sem Diogo Jota gerði þrennu og Conor Coady lenti í því óláni að skora sjálfsmark.

Á Anfield var mikil dramatík, James Milner fékk rautt spjald og tvö mörk voru skoruð í uppbótartíma þegar Liverpool vann 4-3 sigur á Palace.

Í Manchester vann Ole Gunnar Solskjær sjötta deildarleikinn í röð þökk sé mörkum frá Paul Pogba og Marcus Rashford.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sögulegt mark þegar hann gerði sárabótamark Everton í 2-1 tapi fyrir Southampton, Gylfi jafnaði Eið Smára Guðjohnsen á toppi listans yfir markahæstu Íslendingana í efstu deild á Englandi.

Alexandre Lacazette og Laurent Koscielny sáu svo um að Arsenal fagnaði sigri gegn Chelsea í lokaleik dagsins og minnkuðu þeir þar með forskot Chelsea í fjórða sætinu niður í þrjú stig.

Öll mörkin og helstu atvik úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Liverpool - Crystal Palace 4-3
Klippa: FT Liverpool 4 - 3 Crystal Palace
Manchester United - Brighton 2-1
Klippa: FT Manchester Utd 2 - 1 Brighton
Arsenal - Chelsea 2-0
Klippa: FT Arsenal 2 - 0 Chelsea
Southampton - Everton 2-1
Klippa: FT Southampton 2 - 1 Everton
Wolves - Leicester 4-3
Klippa: FT Wolves 4 - 3 Leicester
Newcastle - Cardiff 3-0
Klippa: FT Newcastle 3 - 0 Cardiff
Bournemouth - West Ham 2-0
Klippa: FT Bournemouth 2 - 0 West Ham
Watford - Burnley 0-0
Klippa: FT Watford 0 - 0 Burnley



Fleiri fréttir

Sjá meira


×