Íslenski boltinn

Gary Martin: Valur er betra lið en Lilleström

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary á blaðamannafundinum í dag.
Gary á blaðamannafundinum í dag. vísir/getty
Gary Martin er nýjasti framherji Íslandsmeistara Vals. Hann segir að það hafi verið tilboð frá öðrum félögum á Íslandi en tilboð Vals hafi staðið upp úr.

Valsmenn tilkynntu þrjá nýja leikmenn á blaðamannafundi í dag og það er ljóst að þeir ætla sér þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð.

„Ég er ánægður. Ánægður með að vera kominn aftur til Íslands og hlakka til að byrja,“ sagði Gary í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir undirskriftina en afhverju kom hann aftur til Íslands?

„Það eru nokkrar ástæður. Valur var með Patrick en svo var hann seldur og þá sögðu þeir við mig að þeir vildu fá mig. Þegar Valur kom inn í myndina þá var þetta auðveld ákvörðun.“

„Það eru meiri frí í íslensku deildinni og þá get ég notið lífsins meira heima með fjölskyldunn og svo nýt ég þess að búa í Reykjavík,“ sagði Gary en hann var síðast á mála hjá Lilleström þar sem tímabilð er langt.

„Ég trúi því að ég sé að fara í betra fótboltalið. Valur er betra lið en Lilleström, trúi ég. Þetta voru margar ástæður sem spiluðu inn í.“

Gary lék í áraraðir á Íslandi. Þá spilaði hann með ÍA, KR og Víkingi Reykjavík en höfðu önnur lið samband við markaskorarann?

„Það voru tilboð frá öðrum félögum til að mynda Stjörnunni. Valur seldi svo Patrick og ég held að við höfðum náð samkomulagi á þremur eða fjórum klukkutímum.“

„Þetta var auðveld ákvörðun að koma aftur. Í Noregi var þetta erfitt að vera fyrir utan völlinn en hér er ég ánægður og ánægður með að vera mættur aftur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×