Körfubolti

Örugglega einhverjir grátandi Valsmenn fyrir framan sjónvarpið heima

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kendall Lamont Anthony á ferðinni.
Kendall Lamont Anthony á ferðinni. Vísir/Bára
Kendall Lamont Anthony, stigahæsti leikmaður Domino´s deildar karla í körfubolta, hefur spilað sinn síðasta leik með Val í vetur eftir að Hlíðarendaliðið seldi hann til franska úrvalsdeildarliðsins BCM Gravelines-Dunkerque.

Kendall Lamont Anthony spilaði síðasta leikinn sinn á móti Haukum þar sem hann var með 38 stig og 7 stoðsendingar í tíu stiga sigri.

„Það er auðvitað hundleiðinlegt að hann sé að fara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í byrjun umfjöllunnar Körfuboltakvölds um brottför Kendall Lamont Anthony.

„Þetta er frábær leikmaður sem setti heldur betur svip sinn á þetta á meðan hann var hérna. Ótrúlega fljótur. Ég ætla ekki að segja mikið um varnarleikinn hjá honum en í sókninni var hann ótrúlega skemmtilegur,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds.

Körfubolta spilaði hugljúfa tónlist undir myndunum af tilþrifum Kendall Lamont Anthony en kveðjustund.

„Við erum að kveðja hann en gríðarlegur skemmtikraftur,“ sagði Kjartan Atli áður en dapur söngur James Blunt í „Goodbye my friend“ tók eiginlega yfir innslagið  

„Það eru örugglega einhverjir grátandi Valsmenn fyrir framan sjónvarpið heima í sögu,“ sagði Teitur Örlygsson í framhaldinu.

Kendall Lamont Anthony endaði með 31,5 stig í leik, 8,8 stoðsendingar í leik, 3,1 þrista í leik og 64 prósent þriggja stiga skotnýtingu í átta leikjum. Valsmenn unnu fjóra af þessum átta leikjum.

Það má sjá allt innslagið hér fyrir neðan.



Klippa: Kveðjustund Kendall Lamont Anthony



Fleiri fréttir

Sjá meira


×