Viðskipti innlent

Fiskskortur er nú í búðunum 

Baldur Guðmundsson skrifar
Fiskborðin tæmast fljótt um þessar mundir.
Fiskborðin tæmast fljótt um þessar mundir.
Fiskleysi hefur víða gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu á nýju ári. Bæði er þar um að kenna neyslumynstri Íslendinga en einnig tíðarfari.

„Þetta gerist eftir hver einustu áramót,“ segir heildsalinn Sigurður Örn Arnarson, eigandi Sæbjargar – Sjófisks. „Fólk veður úr svínakjötinu í fiskinn. Við höfum ekki undan.“

Sæbjörg – Sjófiskur sér verslunum Krónunnar fyrir fiski, ásamt tugum veitingastaða, skóla og nokkrum fiskbúðum. Sigurður segir fiskverkendur ekki hafa undan, þó unnið hafi verið alla liðna helgi. Nýja árið hafi auk þess byrjað með brælu, sem staðið hafi yfir fram yfir helgi. Fyrir vikið hafi minni bátarnir ekki komist út.

Sigurður segir sjómenn almennt í landi yfir áramótin. Flestir stærri bátarnir fari út þriðja, fjórða eða fimmta janúar. Það taki fáeina daga að veiða, koma með afla í land og verka hann.

Íslendingar eru sólgnir í kjötmeti yfir hátíðarnar samkvæmt skoðanakönnunum. Eftir allt kjöt­átið verður eitthvað léttara fyrir valinu, gjarnan fiskur. „Þetta er okkar jólavertíð. Þetta gerist í kring um páska, jól og verslunarmannahelgar,“ segir Sigurður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×