Körfubolti

Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lewis Clinch.
Lewis Clinch. Vísir/Bára
Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins.

Twitter-síða Lewis Clinch er ekki lengur opin á netinu eftir að skrif bandaríska körfuboltamannsins hjá Grindavík á Twitter eru komin inn á borð hjá Aga- og úrskurðanefnd KKÍ.

Lewis Clinch tjáði sig um dómarana í Reykjanesbæjarslag Keflavíkur og Njarðvíkur á mánudagskvöldið þar sem Njarðvíkingar höfðu betur í hörkuleik. Þar skrifaði hann: „The refs in Iceland showed favoritism in the njarvaik vs kef game. Seems like they wanted Njarvik to win“ sem er á íslensku:

„Íslensku dómararnir héldu með Njarðvík í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Það leit út fyrir að þeir vildu að Njarðvík myndi vinna leikinn.“

Karfan.is segir frá því að Lewis Clinch  hafi læst Twitter síðu sinni í morgun en að hann hafi tjáð sig um málið í færslu sem hann merkti karfan.is og KKÍ.

„Ég var ómeðvitaður um að ég gæti ekki verið aðdáandi og sagt mínar skoðanir á körfubolta. Ég ber alltaf virðingu fyrir dómurum í leiknum, jafnvel þegar ég er ekki sammála dómum. Ég var ekki meðvitaður um neinar reglur sem þið hafið um ummæli um alla leiki,“ skrifaði Lewis Clinch samkvæmt karfan.is

Hann var bætti ennfremur við:

„Einnig var ég ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta. Það er glatað að ég geti skrifað eitthvað á netið og lent í vandræðum fyrir á meðan leikmenn geta sýnt dómurum óvirðingu í andlitið þeim og það er í lagi. Mikil ást á alla dómara á Íslandi.“

Aga- og úrskurðanefnd tekur væntanlega málið fyrir í byrjun næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×