Tónlist

Ný framkvæmdastýra Sónarhátíðarinnar

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Sigga vinnur sem framkvæmdastýra Sónar og starfar á meðferðarheimili þess á milli.
Sigga vinnur sem framkvæmdastýra Sónar og starfar á meðferðarheimili þess á milli. Fréttablaðið/sigtryggur Ari
Sigríður Ólafsdóttir, eða Sigga (Sigga litla, eins og sumir kalla hana), hefur verið að snúast í kringum tónlistarbransann og tónlistarhátíðir lengi vel. Hún byrjaði í miðasölunni hjá Retro Stefson á sínum tíma, fór þaðan yfir í Airwaves og svo eiginlega allar tónlistarhátíðir sem haldnar hafa verið hér á landi. Hún hefur starfað fyrir Sónarhátíðina síðustu sex árin og svo er komið að nú hefur hún verið ráðin framkvæmdastýra hátíðarinnar.

„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég var alveg í pínu stund að hugsa mig um, alls ekki langan tíma, en svo fannst mér alveg þess virði að kýla á þetta. Ég er búin að vera lengi að vinna í tónlistarbransanum og þó að ég hafi byrjað ung þá er þetta kannski skrefið til að taka og það er geggjað að taka það á þessari hátíð – þetta er stórt vörumerki og spennandi,“ segir Sigga nokkuð kát, en þegar blaðamaður nær í hana er hún á leiðinni í hina vinnuna sína, á Stuðlum, þar sem hún vinnur á milli þess sem hún stjórnar stærðarinnar tónlistarhátíðum. Það er greinilega nóg að gera.

„Þetta er búin að vera upp áhaldshátíðin mín síðan ég byrjaði að vinna á henni fyrir sex árum, þegar hún var haldin í fyrsta skipti.

„Ég vinn bara í mínum vinnum eins og ég hef alltaf gert. Auðvitað er þetta miklu stærra hlutverk og allt það og ég sit kannski í einhverjum mjög næs skrifborðsstól yfir hátíðina“

Hátíðin hefur auðvitað farið í gegnum miklar breytingar en þær eru jákvæðar að mínu mati.“ Sigga segist vera komin ágætlega inn í starfið enda búin að fylgjast með forverum sínum í starfi allt frá

„Ég vinn mikið með Steinþóri og Ásgeiri og hef verið að fylgjast með og fara á fundi með þeim. Þó að maður þekki þetta að mörgu leyti þá er líka margt nýtt – hvernig svona hátíð er rekin og fleira. Ég veit alveg hvaða gildi ég vil hafa á minni vinnu og mér finnst þessi hátíð alltaf hafa starfað eftir þeim; vera heiðarlegur og koma vel fram við fólk og ég er ánægð með að geta haldið því áfram.“

Aðspurð hvort dagurinn hennar sé núna þannig að hún sitji í þægilegum stjórastól og gefi digurbarkalegar skipanir til hræddra undirmanna segir hún að svo sé ekki.

„Ég vinn bara í mínum vinnum eins og ég hef alltaf gert. Auðvitað er þetta miklu stærra hlutverk og allt það og ég sit kannski í einhverjum mjög næs skrifborðsstól yfir hátíðina. En ég vinn á meðferðarheimili - ég vinn alla daga á Stuðlum en það er vaktavinna þannig að maður getur spilað þetta eftir eyranu og ég á líka góða yfirmenn þar sem gefa mér frelsi til að hoppa frá og taka frí ef þarf.“

Hún segir að törnin fari almennilega í gang hjá sér á Sónar í janúar.

„Þá verð ég líklega að vinna þar á daginn og á Stuðlum á kvöldin. Eða þetta verður smá púsluspil en þannig hefur það alltaf verið hjá mér. Ég hef alltaf verið að vinna á nokkrum stöðum og aldrei brunnið upp í því sem ég geri – þetta er alltaf ógeðslega skemmtilegt. Ég hef aldrei pælt í að hætta neins staðar og langar eiginlega að gera allt.“

Sigga segir að skipulagning hátíðarinnar gangi gífurlega vel, en hún fer fram í apríl. Fleiri miðar hafa verið seldir á þessum tímapunkti heldur en á sama tíma í fyrra. Markmið Siggu er að reyna að fá fleiri Íslendinga á hátíðina og vonar hún að Íslendingarnir taki aðeins við sér í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×