Enski boltinn

Gylfi ánægður með spilamennsku Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leik á móti Liverpool.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik á móti Liverpool. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er mjög ánægður með stjórann og spilamennskuna hjá Everton-liðinu en Gylfi og félagar verða í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gylfi hrósar knattspyrnustjóranum, spilamennskunni og nýju leikmönnum í viðtali fyrir leikinn á móti Watford í kvöld.

„Ég held að þú getur spurt alla leikmennina okkur og þeir munu allir segja að þeir njóti þess að spila fyrir nýjan knattspyrnustjórann,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Daily Mail.





„Hann vill að við spilum sóknarfótbolta og að við vinnum vel án boltans og pressu. Það eru allir með góðan skilning á þessu,“ sagði Gylfi en þetta er heldur betur leikstíll sem hentar okkar manni.

Knattspyrnurstjórinn Marco Silva bætti sex nýjum leikmönnum við liðið í sumar en það eru Brasilíumennirnir Richarlison og Bernard, miðverðirnir Kurt Zouma og Yerry Mina auk vinstri bakvarðarins Lucas Digne og portúgalska miðjumannsins Andre Gomes.

„Allir nýju mennirnir hafa verið frábærir. Þeir hafa hjálpað okkur að skora fullt af mörkum, að skapa fram á við og hafa komið með hraða inn í liðið,“ sagði Gylfi.

„Þeir passa allir inn í það hvernig stjórinn vill að við spilum. Það er eins og maður hafi alltaf spilað með þeim og grunninn að því höfum við lagt á æfingasvæðinu,“ sagði Gylfi.

Gylfi býst samt við erfiðum leik á móti Watford í kvöld.

„Þetta verður erfiður leikur á móti Watford. Þeir eru með góðan hóp en við erum einbeittir og viljum halda áfram að vinna okkar leiki. Við höfum verið ánægðir með spilamennskuna undanfarna mánuði. Ef við komust í gegnum desember vertíðina í góðu formi þá verðum við vonandi ofarlega í töflunni,“ sagði Gylfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×