Enski boltinn

Chelsea setur fjóra í bann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling í leiknum á laugardaginn.
Sterling í leiknum á laugardaginn. vísir/getty
Chelsea hefur sett fjóra áhorfendur í bann eftir leik liðsins gegn Manchester City á laugardaginn þar sem Chelsea vann 2-1 sigur.

Allar líkur eru á því að Raheem Sterling, framherji Manchester City, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af þessum fjórum áhorfendur í miðjum leiknum á laugardaginn er Sterling sótti boltann við endalínuna.

Þeir hafa verið settir í bann, að minnsta kosti þangað til Chelsea og löreglan kemst að niðurstöðu í málinu, en rætt var við fjölda fólks strax eftir leikinn á laugardaginn. Enginn var þó handtekinn.

Margir í knattspyrnusamfélaginu hafa lýst yfir stuðningi sínum við Sterling og á blaðamannafundi í dag sagði Jurgen Klopp meðal annars að þetta fólk ætti það ekki skilið að það sé verið að tala um það og ætti að fara í bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×