Enski boltinn

Ungstirnið hjá City skrifar undir sex ára samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Foden verður áfram hjá uppeldisfélaginu.
Foden verður áfram hjá uppeldisfélaginu. vísir/getty
Ungstirnið í stjörnuprýddum leikmannahópi Manchester City, Phil Foden, hefur skrifað undir nýjan samning við ensku meistarana.

Samningur Foden gildir til ársins 2024 og er hann sagður fá 30 þúsund pund á viku sem jafngildir tæpum fimm milljónum króna.

Foden er fæddur árið 2000 og er því einungis átján ára gamall en hann varð fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur á þessari öld til þess að leggja upp mark í ensku deildinni.

Foden hefur komið upp í gegnum unglingastarfið hjá Manchester City því þar hefur hann verið síðan hann var níu ára gamall. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir City í nóvember í fyrra gegn Feyenoord.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×