Innlent

Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við atkvæðagreiðsluna í dag.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við atkvæðagreiðsluna í dag. vísir/vilhelm
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag.

32 þingmenn sögðu já, 16 sögðu nei, 10 þingmenn sátu hjá, þar á meðal Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og einn var fjarverandi, það er Andrési Ingi Jónsson, þingmaður VG.

Með þessum nýju lögum breytist álagning veiðigjaldanna og er hún færð nær í tíma. Er núna miðað við ár aftur í tímann í staðinn fyrir tvö til þrjú ár eins og áður var.

Eftir að frumvarpið var samþykkt eftir aðra umræðu lagði meirihluti atvinnuveganefndar það til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt.

Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins vildu að frumvarpinu yrði vísað frá þingi og að gildandi lög framlengd um eitt ár.

Í rökstuðningi þeirra sagði að ekkert samráð hefði verið haft við þá sem starfi í greininni eða stjórnarandstöðu. Þá ríkti ógagnsæi um þær forsendur sem frumvarpið byggði á.


Tengdar fréttir

Segja engar tilraunir gerðar til samráðs

Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×