Enski boltinn

Richarlison í hóp með Heiðari Helgusyni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heiðar í leik með Watford.
Heiðar í leik með Watford. vísir/getty
Richarlison skoraði eitt marka Everton í 2-2 jafntefli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið en Richarlison lék með Watford á síðustu leiktíð.

Markið sem Richarlison skoraði á mánudaginn var hans áttunda mark í deildinni þetta tímabilið en hann hefur farið á kostum sem fremsti maður hjá Everton.

Hann var keyptur frá Watford til Everton í sumar en hjá Watford vann hann með núverandi stjóra Everton, Marco Silva, sem hefur mikla trú á Brasilíumanninum. Hann hefur heldur betur endurgoldið traustið.

Með marki sínu á mánudaginn komst Richarlison í flokk með Heiðari Helgusyni, Ashley Young og Daryl Janmaat en það eru þeir leikmenn sem hafa skorað mark með og gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni.

Heiðar lék með Watford frá 1999 til 2005 og svo aftur frá 2009 til 2010 á láni. Einnig lék hann með Fulham, Bolton, QPR og Cardiff á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×