Innlent

Laugardalslaug var lokað vegna eldinga

Birgir Olgeirsson skrifar
Ekki er ráðlagt að vera nærri vatni í eldingaveðri.
Ekki er ráðlagt að vera nærri vatni í eldingaveðri. Vísir/Vilhelm
Útilaug Laugardalslaugar var lokað í kvöld vegna eldingaveðurs. Var henni lokað um kvöldmatarleytið samkvæmt tilmælum frá Veðurstofu Íslands. Laugin er venjulega opin til tíu á kvöldin en ákveðið var að hleypa fólki ekki í hana eftir að eldingar gerðu vart við sig. 

Fjölmargar eldingar sáust á suðvesturhorni landsins í kvöld en þær komu með óstöðugu lofti sem fylgdi í kjölfar skila sem fóru yfir landið í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var búist við að eldingaveðrið myndi standa yfir í kvöld og í nótt.

Á vef Ríkisútvarpsins kom fram að útilaug Sundhallar Reykjavíkur hefði einnig verið lokuð í kvöld vegna eldinga. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×