Enski boltinn

Meiðsli hrjá varnarmenn Liverpool fyrir stórleikinn gegn United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joel Matip spilaði vel í gær en nú er ljóst að hann verður frá í sex vikur. Óvíst er með Trent Alexander-Arnold.
Joel Matip spilaði vel í gær en nú er ljóst að hann verður frá í sex vikur. Óvíst er með Trent Alexander-Arnold. vísir/getty
Joel Matip, varnarmaður Liverpool, verður frá í sex vikur eftir að hafa viðbeinsbrotnað í Meistaradeildarslagnum gegn Napoli á Anfield á þriðjudagskvöld.

Samkvæmt heimildum Sky Sports fór Matip á sjúkrahús eftir leikinn þar sem kom í ljós að hann verður frá í sex vikur. Hann spilar því ekki meira á þessu ári.

Þjóðverjinn er ekki sá fyrsti sem dettur út vegna meiðsla í varnarlínu Liverpool því seint í síðasta mánuði var ljóst að Joe Gomez verður einnig frá vegna meiðsla út árið.

Virgil van Dijk og Dejan Lovren eru því einu miðverðirnir sem eru eftir í leikmannahópi Liverpool og þeir verða væntanlega í miðri vörn Liverpool sem mætir Manchester United á sunnudaginn.

Trent Alexander-Arnold fór einnig meiddur af velli undir lok leiksins gegn Napoli svo óvíst er hvort að hann geti verið með er liðin mætast á sunnudaginn á Anfield. Flautað verður til leiks klukkan 15.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×