Handbolti

Þórir skrefi nær undanúrslitunum eftir sigur Ungverja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir er að öllum líkindum á leið í undanúrslitin á EM kvenna.
Þórir er að öllum líkindum á leið í undanúrslitin á EM kvenna. vísir/afp

Noregur er skrefi nær sæti í undanúrslitum á EM handbolta í Frakklandi eftir að Ungverjaland vann sigur á Rúmeníu í milliriðli tvö, 31-29. Í hinum leiknum vann Svíþjóð sigur á Rússum, 39-30.



Þórir Hergeirsson og lærimeyjar hans unnu öruggan sigur á Spánverjum fyrr í dag. Þetta var þriðji sigur Noregs í röð en þær þurftu að treysta á hagstæð úrslit í hinum leikjum dagsins til að eiga von á sæti í undanúrslitunum.



Ungverjar gerðu Norðmönnum mikinn greiða og unnu tveggja marka sigur á Rúmeníu, 31-29, eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 17-17. Allar líkur á því eru að Noregur sé komið áfram en það ræðst endanlega í kvöld.



Í hinum leiknum sem var að ljúka unnu Svíar stórsigur á Rússum, 39-30, en Rússarnir voru fyrir leikinn komnar í undanúrslitin. Það ræðst síðar í kvöld hvort að sigurinn dugi Svíum til að komast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×