Enski boltinn

Bellamy ráðleggur Man Utd að nota Paul Pogba ekki á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. Vísir/Getty
Paul Pogba var aftur í byrjunarliði Manchester United í Meistaradeildinni í gær en var ekki sannfærandi í 2-1 tapi á móti spænska liðinu Valencia.

Craig Bellamy, fyrrum leikmaður Liverpool og knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, var ekki hrifinn af frammistöðu Frakkans í gær.

„Poga var enn á ný slakur í kvöld,“ sagði Craig Bellamy í þættinum The Debate á Sky Sports. Sky segir frá.

„Mourinho tekst ekki að ná því besta fram hjá honum, það er augljóst. Hann virkar áhugalaus. Ég hef áhyggjur af honum eftir þessa frammistöðu á móti Valencia,“ sagði  Bellamy.





„Ég er ekki viss lengur um að hann sé bara eins góður og sumt fólk vill halda fram,“ sagði Bellamy.

„Hann hefur allavega ekki sannfært Mourinho um leyfa honum að spila á móti Liverpool með þessari frammistöðu. Það verður erfitt að rökstyðja það og ég ráðlegg honum það. Hann hlýtur að byrja með hann á bekknum,“ sagði Bellamy.

Manchester United hefði unnið riðilinn sinn með sigri þar sem Juventus tapaði óvænt á móti Young Boys á sama tíma. Pogba var á bekknum í leiknum á undan þegar United vann sannfærandi 4-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Paul Pogba hefur byrjað á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum því hann var heldur ekki í byrjunarliðinu í 2-2 jafntefli á móti Arsenal.

„Það er alltaf verið að tala um að hann hafi unnið HM síðasta sumar með franska landsliðinu en fyrir leikmann sem er vanur að spila í stórum leikjum þá er hann ekki á réttri leið. Hann er að leiðinni afturábak,“ sagði Bellamy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×