Innlent

Ólafur Ragnar fer yfir þróun fullveldisins í Víglínunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson þekkir þróun og sögu fullveldis Íslendinga betur en flestir og mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þróun þess og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna í dag.

Á þessari öld sem liðin er frá 1. desember 1918 hafa miklar þjóðfélagsbreytingar átt sér stað og saga bæði Íslendinga og heimsins alls verið viðburðarík. Óhætt er að segja að hver byltingin af fætur annarri hafi átt sér stað og nú stendur heimsbyggðin gagnvart fjórðu iðnbyltingunni og meiri breytingum á umhverfi sínu en nokkru sinni áður í ár þúsundir.

Fáir menn þekkja stjórnmálasögu Íslands betur en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann var fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði, stjórnmálamaður til margra ára og síðan forseti Íslands lengur en nokkur annar eða í tuttugu ár. Á hundrað ára afmæli fullveldisins verður Ólafur Ragnar Grímsson eini gestur Víglínunnar á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.

Fáir menn þekkja stjórnmálasögu Íslands betur en Ólafur Ragnar Grímsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×