United kom til tvisvar til baka og jafnt á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hart barist í kvöld.
Hart barist í kvöld. vísir/getty
Manchester United og Arsenal skildu jöfn 2-2 í stórleik fimmtándu umferðarinnar í enska boltanum en United kom tvisvar til baka í leiknum.

Það voru liðnar 26 mínútur er fyrsta markið kom en það gerði varnamaðurinn Shkodran Mustafi með skalla. Markvörðurinn David de Gea missti þó boltann yfir línuna. Hörmuleg mistök.

United var þó ekki lengi að jafna því fjórum mínútum síðar var Anthony Martial búinn að jafna. Boltinn datt fyrir hann í teig Arsenal eftir slaka varnavinnu og Frakkanum urðu engin mistök á.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 68. mínútu er Alexandre Lacazette kom þeim yfir með sprellimarki. Marcus Rojo tæklaði Lacazette sem fékk boltann í sig og inn. Furðulegt mark.

Það leið innan við mínúta þangað til United jafnaði en það gerði Jesse Lingard. Lokatölur 2-2 og Arsenal í fimmta sætinu með 30 stig eftir fjórtán leiki en United í níunda sætinu með 22 stig, einnig eftir fjórtán leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira