Segja drottninguna hafa fengið ískaldar móttökur

„Ísköld og skilin ein eftir.“ Þetta er forsíðufyrirsögn danska blaðsins Her & Nu en þar má sjá mynd af Margréti Danadrottningu þar sem hún situr fyrir framan Stjórnarráðið á laugardaginn.
Fullveldi Íslands var hundrað ára 1. desember og af því tilefni var viðamikil hátíðardagskrá um land allt.
Katrín Jakobsdóttir setti hátíðina við Stjórnarráðið á laugardaginn og var Margrét viðstödd ásamt forseta Íslands, Guðna Th. og Elizu Reed, eiginkonu hans.
Her & Nu segir frá því að drottningin hafi verið ískalt fyrir utan húsið og ein á báti eins og Ragna Bjarnadóttir greinir frá á Twitter.
Ehehehehe pic.twitter.com/zAJXU0zRH0
— Ragna Bjarnadóttir (@ragnabjarna) December 6, 2018
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.