Chelsea stöðvaði City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kante fagnar marki sínu.
Kante fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Chelsea vann 2-0 sigur á Manchester City í uppgjöri liðanna á Stamford Bridge í dag. Mörk Chelsea komu heldur betur úr óvæntri átt.

City hafði öll tök á leiknum í fyrri hálfleik.  Þeir sköpuðu sér þó ekki mörg opin marktækifæri en réðu algjörlega yfir leiknum.

Chelsea gekk illa að leysa úr pressunni hjá City en lítð var þó um opin tækifæri. Fyrsta og eina mark fyrri hálfleiks skoraði þó Chelsea en eftir frábæra sendingu Eden Hazard þrumaði N'Golo Kante boltanum í netið.

Þannig stóðu leikar í hálfleik og Pep Guardiola reyndi að blása lífi í sína menn er hann setti Jesus inn í stað Leroy Sane í upphafi síðari hálfleiks en það gekk ekki eftir.

City var áfram meira með boltann en varnarleikur Mauricio Sarri og hans lærisveina gekk fullkomnlega upp. Þeir tvöfölduðu forystuna tólf mínútum fyrir leikslok er David Luiz skallaði hornspyrnu Eden Hazard í netið.

Ekki urðu mörkin fleiri og fyrsta tap Manchester City í ensku deildinni þetta tímabilið staðreynd. Liverpool er því á toppnum með 42 stig, City í öðru með 41 og Chelsea í því þriðja með 34 stig.

Viðtal við Sarri:


Viðtal við Guardiola:


Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira