Mark á 94. mínútu tryggði Wolves stigin þrjú

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Wolves gátu fagnað í dag.
Leikmenn Wolves gátu fagnað í dag. Vísir/Getty
Nýliðar Wolves unnu ævintýralegan sigur á Newcastle, 2-1, er liðin mættust á St. James Park í dag en sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Wolves komst yfir á sextándu mínútu er Diego Jota skoraði eftir hörmuleg mistök í varnarleik Newcastle en Jota var aleinn í vítateignum eftir fyrirgjöf Helder Costa.

Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna metin því sex mínútum síðar var staðan orðin jöfn 1-1. Eftir aukaspyrnu Salomon Randon og darraðadans í teig Wolves féll boltinn til Ayoze Perez sem skallaði boltann í netið.

Ekki skánaði ástandið fyrir Newcastle er DeAndre Yedlin lét reka sig af velli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald fyrir peysutog. Klaufalegt og gestirnir einum fleiri síðasta hálftímann.

Gestirnir vorru nærri því að tryggja sér sigurinn er Raul Jimenez þrumaði boltanum í þverslánna en sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Þegar 94 mínútur voru komnar á klukkuna kom sigurmarkið. Boltinn barst til Matt Doherty eftir að skot Diego Jota var varið og hann skallaði boltann í netið. Rosalegur sigur hjá Wolves og annar sigurinn í röð.

Wolves er eftir sigurinn komið upp í tíunda sæti deildarinnar með 22 stig en Newcastle er í fimmtánda sætinu með tólf stig, tveimur stigum frá falsæti.

Nuno í leikslok:


Rafa í leikslok:


Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira