Erlent

Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér sést Kramp-Karrenbauer þakka samflokksfólki sínu stuðninginn undir lófataki Merkel kanslara.
Hér sést Kramp-Karrenbauer þakka samflokksfólki sínu stuðninginn undir lófataki Merkel kanslara. Thomas Lohnes/Getty
Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn heitir Annegret Kramp-Karrenbauer og tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi.

Kramp-Karrenbauer vann formannskjörið á aðalfundi flokksins naumlega með 517 atkvæðum gegn 482 atkvæðum sem greidd voru með lögmanninum Friedrich Merz. Kramp-Karranbauer naut stuðnings Merkel í formannskjörinu.

Kramp-Karrenbauer er 56 ára gömul og fædd í Saarlandi, einu af sextán sambandsríkjum Þýskalands. Á árunum frá 2011 og þar til snemma árs 2018 stýrði hún stjórn í sambandsríkinu, eða þar til Merkel útnefndi hana sem framkvæmdastjóra Kristilegra demókrata. Var það af mörgum talið skýrt merki um að Kramp-Karrenbauer myndi njóta stuðnings kanslarans þegar kæmi að því að velja nýjan formann flokksins, en það reyndist rétt. 

Margir telja formanninn nýkjörna líklega til þess að hreppa kanslarastólinn að valdatíð Merkel liðinni en Kristilegir demókratar hafa átt fimm af síðustu níu könslurum Þýskalands.


Tengdar fréttir

Þessi eru líklegust til þess að taka við  

Ívar Ásgrímsson tilkynnti það eftir lokaleik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta í undankeppni EM 2019 á miðvikudagskvöldið að hann væri hættur störfum sem þjálfari liðsins. Körfuknattleikssambands Íslands bíður því það verkefni að finna arftaka hans á næstunni. Fréttablaðið tínir hér til nokkra mögulega eftirmenn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×