Innlent

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
„Ég er hissa á þessum dómi Hæstaréttar því héraðsdómur var búinn að taka mjög afdráttarlaust á málinu,“ segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, en Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð um úthlutun makrílkvóta frá 2010 stæðist ekki lög.

Þá var ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart Ísfélagi Vestmannaeyja og Hugin þar sem félögin hefðu fengið úthlutað minni kvóta en þeim bæri samkvæmt lögum.

„Að mínu mati var ekki sú veiðireynsla fyrir hendi sem réttlætti að örfá skip fengju allan framtíðarmakríl í lögsögunni,“ segir Jón.


Tengdar fréttir

Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms

Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×