Sport

Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Nelson vann í annarri lotu í nótt.
Gunnar Nelson vann í annarri lotu í nótt. getty
Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC bardagadeildinni eftir öruggan sigur á Alex Oliveira í veltivigt á bardagakvöldi sem fór fram í Toronto í kvöld.

Gunnar náði Oliveira fljótlega niður í fyrstu loti en sá brasilíski leysti vel úr þeirri stöðu og kom fleiri höggum á Gunnar.

En okkar maður lét það ekki á sig fá og var kominn með Oliveira í gólfið snemma í annarri lotu, þar sem hann náði yfirburðastöðu. Gunnar náði nokkrum þungum olnbogahöggum á þann brasilíska áður en hann náði uppgjafartaki og vann á svokölluðu rear naked choke.

Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.

Þetta var ellefti UFC-bardagi Gunnars og áttundi sigurinn - sá sjöundi með uppgjafartaki. Gunnar er sem stendur í fjórtánda sæti styrkleikaflokki UFC í veltivig og er eftir sigurinn til alls líklegur.

Nánar verður fjallað um bardagann á Vísi síðar í kvöld. Fylgst var með bardaganum í beinni á Vísi eins og sjá má að neðan.

Gunnar í gólfinu með Oliviera í fyrstu lotu.getty
Hér veitir Gunnar Oliveira höggið sem gerði svo gott sem út um bardagann.Getty
Gunnar fagnar sigri.Getty
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×