Fótbolti

MLS bikarinn til Atlanta í fyrsta sinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Titillinn á loft
Titillinn á loft vísir/getty
Atlanta United er bandarískur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en liðið lagði Portland Timbers, 2-0, í úrslitaleik MLS deildarinnar vestanhafs í nótt en leikið var á stórglæsilegum leikvangi liðsins í Atlanta, Mercedes Benz leikvangnum, að viðstöddum 73019 áhorfendum og er það nýtt met en aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á úrslitaleik MLS deildarinnar.

Það var vel við hæfi að markahrókurinn Josef Martinez skyldi koma Atlanta á bragðið en hann kom þeim yfir á 39.mínútu. Varnarmaðurinn Franco Escobar tryggði svo sigurinn með öðru markinu á 54.mínútu. Lokatölur 2-0.

Hinn 25 ára gamli Martinez var í leikslok valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur verið algjörlega óstöðvandi á tímabilinu með 34 mörk í 38 leikjum.

Atlanta United var stofnað árið 2014 og hóf að leika í MLS deildinni á síðustu leiktíð. Félagið því orðið meistari strax á öðru ári sínu í deildinni en liðinu er stýrt af Gerardo Martino, fyrrum þjálfara Barcelona og argentínska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×