Íslenski boltinn

Karlar hafa meiri áhuga á kvennaboltanum en konur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik í Pepsi-deild kvenna.
Úr leik í Pepsi-deild kvenna. vísir/stefán
Ýmislegt áhugavert má finna í könnun Maskínu á áhuga landsmanna á Pepsi-deildunum í knattspyrnu.

Í könnuninni kemur fram að 26 prósent hafi fylgst með Pepsi-deild karla síðasta sumar en 17 prósent með Pepsi-deild kvenna. 10-11 prósent fóru á leik í karlaboltanum en aðeins 4 prósent á leik í kvennaboltanum.

Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að karlmenn hafa meiri áhuga á boltanum en það vekur þó nokkra athygli að mun fleiri karlmenn fylgjast með Pepsi-deild kvenna en konur. Eða 23 prósent karla á móti 10 prósent kvenna.

Aftur á móti fylgjast 37 prósent karlmanna með Pepsi-deild karla og 14 prósent kvenna.

Svarendur voru 793 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 28. september til 10. október 2018 segir í frétt Maskínu.

Nánar má lesa um könnunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×