Enski boltinn

Dyche: Jóhann Berg er klár í slaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg í baráttu við Leroy Sane hjá Manchester City.
Jóhann Berg í baráttu við Leroy Sane hjá Manchester City. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson hefur náð heilsu og er klár í slaginn þegar Burnley leikur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Jóhann meiddist í markalausu jafntefli gegn Leicester fyrr í þessum mánuði og missti af þeim sökum af báðum landsleikjum Íslands í nóvember, gegn Belgíu og Katar. Hann var heldur ekki í hópi Burnley í 2-1 tapi gegn Newcastle á mánudagskvöldið.

Burnley hefur ekki náð sömu hæðum og á síðasta tímabili en liðið hefur unnið aðeins tvo leiki í ár, síðast í lok september. Síðan þá hefur liðið leikið sex deildarleiki í röð án sigurs og er einu stigi frá fallsæti.

Jóhann Berg hefur verið fastamaður í liði Burnley þegar hann hefur verið heill og spilað ellefu leiki á tímabilinu. Hann hefur skorað í þeim tvö mörk og lagt upp fjögur. Hann hefur því komið að sex af þrettán mörkum Burnley á tímabilinu með beinum hætti.

Hér fyrir neðan má heyra upptöku frá blaðamannafundi Dyche í dag þar sem hann fer yfir gengi síðustu vikna og stöðu liðsins í deildinni í dag.



Klippa: Blaðamannafundur Sean Dyche



Fleiri fréttir

Sjá meira


×