Fótbolti

Jafnt eftir fyrri leik Superclasico

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld Vísir/Getty
Fyrri viðureign Superclasico, úrslitaeinvígis Boca Juniors og River Plate í Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku lauk með 2-2 jafntefli.



Mikil spenna er fyrir þessari viðureign en Boca Juniors og River Plate eru einhverjir hatrömmustu erkifjendur heimsfótboltans.



Leikurinn fór fram á heimavelli Boca en engir stuðningsmenn River Plate voru á leiknum, en liðin sömdu sín á milli um að stuðningsmenn liðanna mega ekki mæta á útileikina vegna hættu á óeirðum.



Boca komst yfir á 34. mínútu með marki frá Ramon Abila en forysta Boca hélt ekki lengi því Lucas Pratto jafnaði fyrir River Plate tveimur mínútum síðar.



Boca komst aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið skoraði Dario Benedetto.



Eftir um klukkutíma leik varð Carlos Izquierdoz fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan aftur orðin jöfn. Reyndust það vera lokatölur og enn allt í járnum fyrir seinni leik liðanna sem fer fram þann 24. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×