Handbolti

Lokaskotið: Sem betur fer fyrir Selfoss er úrslitakeppni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Selfoss spilar fyrri leikinn við pólska liðið Azoty-Pulawy í þriðju umferð EHF bikarsins um helgina. Vinni Selfoss einvígið fer liðið í riðlakeppnina fyrst íslenskra liða.

Komist Selfoss í riðlakeppnina spilar liðið leiki á móti mjög sterkum andstæðingum sex helgar í röð í febrúar og fram í apríl. Ef þeir komast þangað er mótið, Olísdeildin, þá farið hjá þeim spurði Tómas Þór Þórðarson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Nei, ekki farið, en ég held við höfum fengið smá smjörþefin af því sem þeir muni gera, ef einhver er tæpur þá hvílir hann í deildinni frekar en Evrópukeppninni,“ svaraði Jóhann Gunnar Einarsson.

„Leikmenn vilja spila í Evrópukeppninni.“

„En þá tapar þú líka fleiri leikjum,“ sagði Dagur Sigurðsson.

„Sem betur fer fyrir þá er síðan úrslitakeppni,“ sagði Jóhann Gunnar.

Sérfræðingarnir tóku einnig fyrir atvinnumennskuna og tónlistina sem spiluð er í Olísdeildinni í liðnum Lokaskotið og má sjá umræðuna hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Selfoss mun hvíla í deildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×