Sport

Tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu: „398 kíló hefðu svalað þorstanum alla aðra daga“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hann er 166 klíló að þyngd, stundar nám í sagnfræði og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í Svíþjóð um helgina. Júlían J.K. Jóhannesson ætlar sér enn lengra í kraftlyftingunum.

Um helgina tvíbætti Júlían metið á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum. Fyrst tók hann 398 kíló en metið er 390 kíló. Hann bætti svo um betur og tók 405 kíló. Magnaður.

„Sko 360 kíló eru eitthvað sem ég var búinn að taka á æfingum og var búinn að undirbúa mig fyrir. Ég var stressaður, greip um stöngina, lyfti henni upp og ég heyri úr salnum: vá,“ útskýrir Júlían í samtali við Arnar Björnsson i kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Að fara í heimsmetið á degi þegar það gengur allt vel eftir alla þennan undirbúning. Þetta er ótrúlegt,“ en hvaða bilun var að fara í 405 kíló spurði Arnar kraftajötuninn?

„398 kíló hefði svalað þorstanum alla aðra daga.“

Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×