Enski boltinn

Dómari í bann fyrir að bjóða leikmönnum upp á leikinn „steinn, skæri, blað“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcelo og Cristiano Ronaldo keppa hér í "stein, skæri, blað“ leiknum.
Marcelo og Cristiano Ronaldo keppa hér í "stein, skæri, blað“ leiknum. Vísir/Getty
Knattspyrnudómari er á leiðinni í bann í þrjár vikur fyrir að nota ekki hefðbundna aðferð til að ákveða hvort liðið byrjaði með boltann.

Dómarinn heitir David McNamara og var þarna að dæma leik í ensku úrvalsdeild kvenna á milli Manchester City og Reading en hann fór fram 26. október síðastliðinn.

McNamara gleymdi peningnum sínum í klefanum og reyndi að bjarga sér með því að bjóða leikmönnum að fara í leikinn fræga „steinn, skæri, blað“. Það þótti alls ekki við hæfi.





Enska knattspyrnusambandið segir að dómarinn hafi sætt sig við ákæruna um að starfa ekki með hagsmuni íþróttarinnar að leiðarljósi.

Samkvæmt fótboltalögum þá á að kasta upp pening í upphafi leiks til að ákveða hvort liðið byrjar með boltann.

Leikmennirnir sem fengu boð David McNamara voru enski landsliðsfyrirliðinn Steph Houghton og Kirsty Pearce, fyrirliði Reading.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í leiknum en honum var sjónvarpað beint.

21 dags bann David McNamars hefst 26. nóvember og stendur til 16. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×