Fótbolti

Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Már í vináttulandsleiknum gegn Frökkum á dögunum.
Birkir Már í vináttulandsleiknum gegn Frökkum á dögunum. vísir/getty
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Birkir Már Sævarsson verði ekki með gegn Belgum annað kvöld.

Hægri bakvörðurinn er enn einn leikmaðurinn sem dettur út úr íslenska landsliðshópnum en hann er tíundi leikmaðurinn sem dettur úr hópnum vegna meiðsla.

„Ég hef verið þjálfari í yfir 30 ár en hef aldrei lent í öðru eins,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum í Brussel í dag.

Hamrén bætti því við að Birkir sé stórt spurningarmerki fyrir æfingaleikinn gegn Katar á mánudaginn.

Fyrir á meiðslalistanum voru Gylfi Þór Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Björn Bergmann Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Emil Hallfreðsson og Hólmar Örn Eyjólfsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×