Enski boltinn

Wenger hafnaði Fulham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger sagði nei takk við Fulham.
Wenger sagði nei takk við Fulham. vísir/getty
Arsene Wenger hafnaði tilboði Fulham um að taka við liðinu eftir að liðið lét Slavisa Jokanovic fara eftir slakt gengi.

Fulham staðfesti í morgun að þeir hefðu látið Jokonovic fara en í  morgun tilkynntu þeir einnig að þeir hefðu ráðið Ítalann Claudio Ranieri.

Í sömu tilkynningu var greint frá því að forráðamenn Fulham hefðu rætt við nokkra aðila og samkvæmt Telegraph var Wenger einn þeirra sem þeir ræddu við.

Wenger hefur áður talað um að hann ætti erfitt með að taka við öðru liði á Englandi eftir magnað starf hjá Arsenal og vildi hann ekki fara í viðræður við Fulham.

Frakinn er talinn vera kíkja út fyrir England og er sagður horfa hýru auga til Þýskalands þar sem þýsku meistararnir í Bayern Munchen eru í miklum vandræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×