Íslenski boltinn

Guðjón Pétur fær að mæta Val strax í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Pétur í leik með Val á móti KA
Guðjón Pétur í leik með Val á móti KA vísir/anton brink
KA verður með Val í riðli í Lengjubikar karla eftir áramót en nú er ljóst hvaða lið mætast í riðlunum fjórum.

Knattspyrnuárið 2019 hjá KSÍ hefst með leikjum í Lengjubikarnum og KSÍ hefur nú tilkynnt hvaða lið verða saman í riðli. KSÍ segir frá í frétt á heimasíðu sinni.

KA-menn sömdu á dögunum við Guðjón Pétur Lýðsson sem hefur orðið Íslandsmeistari með Val undanfarin tvö tímabil. Guðjón Pétur fær að mæta sínum gömlu félögum strax í Lengjubikarnum.

Grindavík er með tveimur öðrum Pepsi-deildarliðum í riðli en það eru ÍA og Stjarnan.

Fylkir er með Pepsi-deildarliðinum ÍBV og KR í riðli.

Nýliðar HK lentu í riðlinum með KA og Val.

Breiðablik og FH eru saman í riðli og þriðja Pepsi-deildarliðið í riðlinum er Víkingur Reykjavík.

Aðeins eitt lið kemst upp úr hverjum riðli en spiluð verður einföld umferð.



A deild karla - riðlaskipting

Riðill 1

Grindavík

ÍA

Leiknir R

Magni

Stjarnan

Þór

Riðill 2

Fylkir

ÍBV

KR

Njarðvík

Víkingur Ó

Þróttur R

Riðill 3

Afturelding

Fjölnir

Fram

HK

KA

Valur

Riðill 4

Breiðablik

FH

Grótta

Haukar

Keflavík

Víkingur R




Fleiri fréttir

Sjá meira


×