Innlent

Rigning og rok í kortunum út daginn

Sylvía Hall skrifar
Gul viðvörun er í gildi á Breiðafirði.
Gul viðvörun er í gildi á Breiðafirði. Veðurst
Búist er við suðaustanhvassviðri og vatsveðri á sunnan og vestanverðu landinu í dag. Þá er spáð staðbundnum stormi víðs vegar um landið og má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum á þeim svæðum og er fólk því hvatt til þess að hreinsa vel niðurföll og þakrennur. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega þar sem vindur og regn gæti valdið varasömum akstursskilyrðum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Hægari suðaustanátt og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi í dag en hálkublettir á Öxnadalsheiði og í Eyjafjarðarsveit. Óveður er á norðanverðu Snæfellsnesi og á Fróðarheiði og gul viðvörun í gildi á Breiðafirði. Fer að draga úr vindi og rigningu í fyrramálið, fyrst suðvestanlands, sunnangola eða -kaldi og dálítil væta annað kvöld, en birtir til fyrir norðan. Hiti víða 7 til 12 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:

Suðaustan og austan 10-15 m/s og dálítil væta við S- og V-ströndina, en annars mun hægari og léttskýjað. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á þriðjudag:

Suðaustlæg átt 5-13 m/s og léttskýjað á N-verðu landinu, en skýjað og úrkomulítið syðra. Kólnar lítillega.

Á miðvikudag:

Suðaustlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta S- og V-lands, en bjart með köflum annars staðar. Hiti 2 til 7 stig.

Á fimmtudag og föstudag:

Hægir vindar og bjart með köflum, en kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×