Fótbolti

Strákarnir náðu ekki að vinna leik í Kínaferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski hópurinn sem fór til Kína.
Íslenski hópurinn sem fór til Kína. Mydn/Twitter/KSÍ
Íslenska 21 árs landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Tæland í lokaleik sínum í æfingaferðinni til Kína.

Axel Óskar Andrésson skoraði mark íslenska liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en það dugði ekki.

Tælendingarnir jöfnuðu metin þrettán mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Íslensku strákarnir náðu því ekki að vinna leik í Kínaferðinni því þeir höfðu áður tapað 2-0 á móti Mexíkó og gert 1-1 jafntefli við  heimamenn í Kína.

Það má sjá markið hans Axels hér fyrir neðan.





Eyjólfur Sverrisson er þjálfari íslenska 21 árs landsliðsins en hér fyrir neðan má sjá hvaða ellefu leikmenn byrjuðu leikinn í dag.

Byrjunarlið Íslands í leiknum:

Aron Elí Gíslason (Markvörður)

Alfons Sampsted

Ari Leifsson

Axel Óskar Andrésson

Felix Örn Friðriksson

Kolbeinn Birgir Finnsson

Daníel Hafsteinsson

Júlíus Magnússon (Fyrirliði)

Kristófer Ingi Kristinsson

Mikael Neville Anderson

Sveinn Aron Guðjohnsen










Fleiri fréttir

Sjá meira


×