Fótbolti

Alfreð ekki alvarlega meiddur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð fagnar hér sögulegu marki sínu gegn Argentínu, fyrsta marki Íslands á HM í sumar.
Alfreð fagnar hér sögulegu marki sínu gegn Argentínu, fyrsta marki Íslands á HM í sumar. NordicPhotos/Getty
Meiðsli Alfreðs Finnbogasonar eru ekki alvarleg og missir hann líklega bara af einum leik með Augsburg í þýsku Bundesligunni.

Alfreð meiddist í upphitun íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Belga á fimmtudag og var ekki ljóst fyrr en rétt áður en leikurinn hófst að hann gæti ekki spilað leikinn.

„Ég fékk tak í nárann við fyrsta skot á markið í upphitun. Eftir skoðun er þetta ekki of slæmt, 1-2 vikur segja þeir,“ sagði Alfreð við mbl.is í dag.

Alfreð hefur verið sjóðheitur fyrir framan markið með Augsburg í síðustu leikjum og er með 7 mörk í síðustu sex deildarleikjum. Hann missir líklega af fyrsta leik eftir landsleikjahléið á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×