Lífið

Gauti rifjar upp þegar Ingó kallaði hann hamborgarastað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti og Ingó létu skotin fljúga sín á milli árið 2009.
Gauti og Ingó létu skotin fljúga sín á milli árið 2009.
„Ingó í Veðurguðunum er hér með boðið að klippa á borðann og taka fyrsta bitann þegar við opnum Hagavagninn næsta föstudag,“ segir Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, á Twitter og rifjar upp gamalt viðtal við Ingó Veðurguð í Fréttablaðinu frá árinu 2009.

Þá voru þessir tveir listamenn að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum og þá sagði Ingó til að mynda:Ég veit ekki hver Emmsjé Gauti er. Makk-Gauti, þetta hljómar svolítið eins og hamborgarastaður“

Ingó segir einnig í viðtalinu: „En ég myndi pottþétt mæta ef hann myndi opna hamborgarastað.“

Gauti er einmitt að opna Hagavagninn í Vesturbænum á föstudaginn eins og hann segir á Twitter.

Gauti hafði áður sagt í viðtali í Fréttablaðinu:„Ég vil skila til Ingós að mér finnst að það ætti að banna hann í útvarpi, sjónvarpi og úti á götu! Þetta er bara horbjóður. Sorrí með mig, ég þekki manninn ekki persónulega. Þessi tónlist sem hann er að gera – Guð minn almáttugur.“

 


Tengdar fréttir

Er þetta hamborgarastaður?

"Ég veit ekkert hver Emmsjé Gauti er. Makk-Gauti, þetta hljómar svolítið eins og hamborgarastaður," segir Ingó Veðurguð.

Fannst vanta „basic burger“ í hverfið

Hagavagninn, vinaleg sjoppa í Vesturbænum, mun ganga í endurnýjun lífdaga og opna sem hamborgarastaður á næstunni. Emmsjé Gauti er einn þeirra sem að staðnum koma og hann er spenntur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×