Fótbolti

Pútin boðar komu sína á Superclásico

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spurning hvort Trump skelli sér á völlinn með Pútin?
Spurning hvort Trump skelli sér á völlinn með Pútin? vísir/getty
Knattspyrnuáhugamaðurinn Vladimir Pútin, forseti Rússlands, ætlar ekki að láta Superclásico á milli River Plate og Boca Juniors fram hjá sér fara.

Pútin hefur staðfest að hann verði í stúkunni er liðin mætast í Argentínu. Þetta er úrslitaleikur Copa Libertadores og er leikið heima og heiman. Í Suður-Ameríku gengur þessu leikur nafninu Superclásico enda tvö stærstu lið álfunnar að mætast.

Pútin verður staddur í Buenos Aires á G-20 fundinum. Dagsetningin á leikinn í Argentínu er sérstaklega valinn svo það henti þjóðarleiðtogunum að kíkja á völlinn og upplifa einstaka stemningu.

Vonast er eftir því að fleiri forsetar mæti á völlinn og heimamenn lofa því að öryggisgæslan verði í góðu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×