Lífið

Miðbærinn að verða einn stór partístaður

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Frá Iceland Airwaves í ár.
Frá Iceland Airwaves í ár. Fréttablaðið/Ernir
Flokkur fólksins leggur til að fylgst verði með hávaðamengun í miðbæ Reykjavíkur og sérstaklega er tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tekin fyrir í tillögunni, sem flokkurinn lagði fyrir í gær. Þar segir meðal annars:

„Til dæmis fær Airwaves-tónlistarhátíðin leyfi til klukkan 2 a.m. föstudag og laugardag fyrir útitónleika í þaklausu porti Listasafns Reykjavíkur. Lýðheilsa íbúanna og friðhelgi einkalífs eru neðar­lega á lista þeirra sem samþykkja slík leyfi hávaðaafla, sem halda vöku fyrir íbúum og hótelgestum, í boði Reykjavíkurborgar.“

Í tillögunni kemur fram að lögreglan skuli sinna hávaðamælingu með þar til gerðum mælum í farsímum og gefa út sektir. Einnig skulu allir hátalarar utan á veitingahúsum og verslunum miðbæjarins teknir niður.

Tillagan kemur til vegna þess að kvartanir hafa borist vegna hávaða í „útihátíðum“ sem haldnar eru í miðborginni eða eins og segir í tillögunni:

„Kvartanir yfir hávaða m.a. vegna Airwaves, Inni/Úti púkans og fleiri útihátíða hafa borist frá þeim íbúum sem búa í nágrenninu. Svo virðist sem íbúar séu ekkert spurðir álits þegar verið er að skipuleggja hátíðir á borð við þessa sem er vís til að mynda hávaða.“

Ýjað er að því að kvartanir fólks í lýðræðisgáttina séu hunsaðar. Einnig er bent á það að vínveitingaleyfi hafi „margfaldast“ og að miðborgin sé á hraðri leið með að verða „einn stór partístaður“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×