Erlent

Frakkar lögðu hald á flugvél Ryanair og ráku farþega frá borði

Samúel Karl Ólason skrifar
Málið snýr að fjárstyrkjum sem Frakkar veittu Ryanair á árunum 2008 og 2009.
Málið snýr að fjárstyrkjum sem Frakkar veittu Ryanair á árunum 2008 og 2009. AP/Martin Meissner
Yfirvöld Frakklands hafa lagt hald á flugvél Ryanair og rekið 149 farþegar frá borði. Þetta var gert vegna deilna um fjárframlög til flugfélagsins. Yfirvöld Frakklands segja haldlagninguna vera lokaúrræði sem þeir hafi gripið til eftir að viðræður virkuðu ekki.

Málið snýr að fjárstyrkjum sem Frakkar veittu Ryanair á árunum 2008 og 2009. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað að styrkirnir hafi verið ólöglegir þar sem hafi gefið Ryanair ósanngjarnt forskot í samkeppni.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa yfirvöld Frakklands lengi reynt að fá Ryanair til að greiða styrkina til baka en án árangurs. Því var hald lagt á flugvélina í gær og það tilkynnt í gær.



Frakkar segjast leiðir yfir því að hafa þurft að vísa farþegum flugvélarinnar frá borði en það hafi ekki verið hægt að komast hjá því. Farþegarnir flugu með annarri flugvél Ryanair um fimm klukkustundum síðar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×