Innlent

Uppistand Björns Braga hjá Íslandsbanka blásið af

Jakob Bjarnar skrifar
Fyrir liggur að athæfi Björns Braga hefur nú þegar haft veruleg áhrif á verkefnastöðu hans.
Fyrir liggur að athæfi Björns Braga hefur nú þegar haft veruleg áhrif á verkefnastöðu hans.
Þau hjá Íslandsbanka og Ergo fjármögnun hafa ákveðið að aflýsa fyrirhugaðri skemmtun, uppistandi með Birni Braga arnarsyni sem til stóð að bjóða viðskiptavinum uppá í lok næsta mánaðar.

Fréttabladid.is greinir frá þessu en þetta er í kjölfar þess að myndskeið þar sem sjá má skemmtikraftinn áreita 17 ára stúlku kynferðislega, fór á flug í netheimum í gærkvöldi og í nótt. Vísir greindi frá málinu strax morgun. Síðan hefur það gerst að Björn hefur, að höfðu samráði við Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra hjá Ríkisútvarpinu, ákveðið að stíga til hliðar sem spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

Edda Hermannsdóttir er samskiptastjóri Íslandsbanka en þar á bæ hafa menn ákveðið að blása skemmtun Björns Braga af.
Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, staðfesti þetta í samtali við Frettabladid.is en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Björn Bragi hefur tilheyrt vinsælum hópi skemmtikrafta sem heitir Mið-Ísland en ekki er vitað hvort þetta atvik, sem valdið hefur verulegri úlfúð á netinu, ekki síst meðal yngra fólks sem sparar sig hvergi í að úthrópa sjónvarps- og skemmtikraftinn, muni hafa áhrif á stöðu hans þar. En, samkvæmt þessu þá liggur fyrir að framferði hans og svo dreifing myndbandsins um netið í kjölfarið hefur haft veruleg áhrif á verkefnastöðu hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×