Enski boltinn

Salah endaði markaþurðina með sigurmarki gegn Huddersfield

Dagur Lárusson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. vísir/getty
Liverpool komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með 1-0 sigri á Huddersfield þar sem Mohamed Salah skoraði í fyrsta sinn í um það bil mánuð.

 

Liðsmenn Huddersfield mættu ákveðnir til leiks og börðust um hvern einasta bolta í fyrri hálfeiknum og sköpuðu sér nokkur færi og átti mögulega að fá vítaspyrnu.

 

Það var hinsvegar Liverpool sem náði forystunni í fyrri hálfleiknum og var það Mohamed Salah sem skoraði markið og var staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Seinni hálfleikurinn var heldur rólegri heldur en sá fyrri og náði Liverpool betri tökum á leiknum.

 

En þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum vöknuðu liðsmenn Huddersfield á ný og sóttu mikið og settu mikla pressu á Liverpool.

 

Öflug vörn Liverpool náði hinsvegar að standa af sér þessa miklu pressu og Liverpool landaði að lokum sigrinum.

 

Eftir leikinn er Liverpool í öðru sæti deildarinnar með 23 stig, sama stigafjölda og City í fyrsta sætinu en með töluvert lakari markatölu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×